Fréttasafn29. des. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Ný stjórn IGI

Aðalfundur IGI, Samtaka leikjaframleiðenda, var haldinn í gær á Bryggjunni Brugghúsi. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, opnaði fundinn og sagði frá helstu áherslum samtakanna. Vignir Örn Guðmundsson, formaður IGI, sagði frá síðasta starfsári og kynnti helstu verkefnin framundan. Kristinn Árni Lár Hróbjartsson kynnti niðurstöður skýrslu sem Northstack vann fyrir SI og IGI um leikjaiðnaðinn og Ólafur Andri Ragnarsson, einn af stofnendum IGI og fráfarandi stjórnarmaður, sagði frá upphafi IGI og minnistæðum atriðum í sögu samtakanna. Ólafur Andri var jafnframt fundarstjóri. 

Hér er hægt að nálgast ársskýrslu IGI.

Í nýrri stjórn IGI eru: Vignir Örn Guðmundsson, CCP, er formaður, Stefán Björnsson, Solid Clouds, er varaformaður, Ívar Kristjánsson, 1939 Games, Haukur Steinn Logason, Radiant Games, og Margrét Júlíana Sigurðardóttir, Rosamosi. Varamenn eru Alexandra Diljá Bjargardóttir, CCP, og Jóhann Helgi Ólafsson, GameSmash.

Stjorn-m-OlafiNý stjórn með Ólafi Andra Ragnarssyni sem var einn af stofnendum IGI.

Adalfundur5-2017

Adalfundur6-2017

Adalfundur7-2017

Adalfundur2-2017

Adalfundur3-2017

Adalfundur4-2017