Fréttasafn8. jún. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Klæðskera og kjólameistarafélagið

Ný stjórn Klæðskera- og kjólameistarafélagsins

Ný stjórn var kosin á aðalfundi Klæðskera- og kjólameistarafélagsins sem var haldinn í gær í Húsi atvinnulífsins. Guðrún Svava Viðarsdóttir var endurkjörin formaður. Tvær hættu í stjórn, þær Aldís Lind Hermannsdóttir og Inga Ásta Bjarnadóttir, og voru þeim þökkuð góð störf. Nýjar í stjórn eru Sandra Dögg Tryggvadóttir og Árný Þóra Hálfdanardóttir og voru þær boðnar velkomnar.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Katla Sigurðardóttir, Vala Rut Sjafnardóttir Friðjónsdóttir, Lísa Björk Hjaltested, Guðrún Svava Viðarsdóttir, formaður, Sandra Dögg Tryggvadóttir, Árný Þóra Hálfdanardóttir og  Birna Sigurjónsdóttir.