Fréttasafn



4. mar. 2020 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Ný stjórn Landssambands bakarameistara

Aðalfundur Landssambands bakarameistara var haldinn síðastliðinn föstudag í Húsi atvinnulífsins. Jóhannes Felixson, Hjá Jóa Fel, var endurkjörinn formaður. Kosið var um tvö laus sæti í stjórn til tveggja ára og bárust fundinum tvö framboð. Davíð Þór Vilhjálmsson, Gæðabakstri, var endurkjörinn og þá tók Hafliði Ragnarsson, Mosfellsbakarí, sæti í stað Almars Þórs Þorgeirssonar, Almar bakari. Auk þeirra eru í stjórn Landssambands bakarameistara Róbert Óttarsson, Sauðárkróksbakarí, og Sigurbjörg Sigþórsdóttir, Bakarameistarinn. Steinþór Jónsson, Björnsbakarí, var kosinn sem varamaður stjórnar. Sigurjón Héðinsson, Sigurjónsbakarí, situr áfram sem varamaður.

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, og Sigurður Hannesson, framkvæmdarstjóri SI, sátu aðalfundinn og ræddu við fundargesti um áskoranir í rekstrarumhverfi framleiðslufyrirtækja. 

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Jóhannes Felixson, Hjá Jóa Fel, Sigurður Hannesson, framkvæmdarstjóri SI, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, Sigurbjörgu Sigþórsdóttur, Bakarameistarinn, Steinþór Jónsson, Björnsbakarí, Hjálmar E. Jónsson, Sveinsbakarí, og Hafliði Ragnarsson, Mosfellsbakarí.