Fréttasafn



9. maí 2018 Almennar fréttir

Ný stjórn Ljósmyndarafélags Íslands

Ný stjórn Ljósmyndarafélags Íslands var kosin á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær í húsakynnum Samtaka iðnaðarins í Borgartúni 35. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf, svo sem lagabreytingar og kosning til stjórnar. Eftir lagabreytingu sem samþykkt var á fundinum var ný stjórn kosin, en hún verður framvegis skipuð sex félagsmönnum í stað fimm áður.

Á fundinum fór einnig fram afhending sveinsprófsskírteina en að þessu sinni var einn nemandi Jóhanna Kristín Andrésdóttir (Hanna) sem lauk sveinsprófi í nóvember síðastliðnum. Þess má geta að Hanna hafði verið tilnefnd og fengið silfurmerki Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur afhent í febrúar sl. Hún var boðin velkomin í félagið og fékk afhentan blómvönd frá félagsmönnum við þetta tækifæri. 

Á efri myndinni er ný stjórn Ljósmyndarafélags Íslands, talið frá vinstri: Laufey Ósk, varaformaður, Guðmundur S. Viðarsson, ritari, Styrmir Kári Erwinson, meðstjórnandi, Sigurður Ólafur Sigurðsson, formaður, og Jón Guðmundsson og Anton Bjarni Alfreðsson meðstjórnendur, en Jón og Anton koma nýir inní stjórn.

Á neðri myndinni eru talið frá vinstri: Guðmundur S. Viðarsson, formaður sveinsprófsnefndar í ljósmyndun, Jóhanna Kristín Andréssdóttir (Hanna), sveinsprófsnemi, og Sigurður Ólafur Sigurðsson, formaður Ljósmyndarafélags Íslands, sem afhentu Hönnu skírteinið og blómvönd og buðu hana velkomna í félagið.

Sveinsprof_2018_hanna