Fréttasafn



30. sep. 2024 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki Mannvirki – félag verktaka

Ný stjórn Mannvirkis - félags verktaka

Ný stjórn Mannvirkis - félags verktaka var kosin á aðalfundi félagsins sem fór fram í Húsi atvinnulífsins sl. föstudag. Í nýrri stjórn sitja Sigþór Sigurðsson hjá Colas Ísland, formaður, Gylfi Gíslason hjá Jáverki,  varaformaður, Karl Andreassen hjá Ístaki, Einar Hrafn Hjálmarsson hjá Íslenskum aðalverktökum og Sveinn Hannesson hjá Jarðborunum.

Á fundinum fór Sigþór Sigurðsson, formaður félagsins, með skýrslu stjórnar yfir störf félagsins á liðnu starfsári. Meðal mála sem farið var yfir voru réttindamál í byggingariðnaði, endurskoðun byggingarreglugerðar, endurskoðun ÍST30, byggingarvísitalan og stærri viðburðir starfsársins, s.s. Mannvirkjaþing SI og Útboðsþing SI sem félagið heldur í samstarfi við SI og Samtök innviðaverktaka.

Nýr formaður greindi frá því að á komandi starfsári yrði m.a. lögð áhersla á innviðamál og stöðugleika á markaði, orkuskipti og umhverfismál, hringrásarhagkerfið og öryggismál.

Þegar hefðbundnum aðalfundarstörfum lauk var innviðaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, gestur fundarins og átti samtal við fundargesti.

4_1727707258895

2_1727707276371

3_1727707294771