Fréttasafn



11. sep. 2024 Almennar fréttir Menntun

Ný stjórn og háskólaráð HR

Á vef Háskólans í Reykjavík er greint frá því að ný stjórn og háskólaráð skólans hafi komið saman síðastliðinn föstudag. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, situr í stjórn HR. Auk hans eru í stjórninni Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, sem er formaður stjórnar, Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima, og Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech.

Myndin hér fyrir ofan er af nýrri stjórn HR.

Stjorn-HRÍ háskólaráði sitja tíu fulltrúar atvinnulífs og stjórnsýslu. Árni Sigurjónsson, formaður SI, situr í ráðinu. Auk hans eru í ráðinu Andri Þór Guðmundsson, formaður Viðskiptaráðs og forstjóri Ölgerðarinnar, Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofu, Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus, Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, formaður stjórnar HR, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, Hjálmar Gíslason, stofnandi og forstjóri GRID, og Valgerður Hrund Skúladóttir, forstjóri Sensa. Á myndinni er hluti háskólaráðs með Ragnhildi Helgadóttur, rektor HR.