Fréttasafn



18. feb. 2020 Almennar fréttir Mannvirki

Ný stjórn Rafverktaka Suðurnesja

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Rafverktakafélags Suðurnesja sem haldinn var á hótel Keflavík síðastliðinn föstudag. Stjórnina skipa Arnbjörn Óskarsson, formaður, Guðmundur Ingólfsson, ritari, Björn Kristinsson, gjaldkeri, og Róbert Guðbjartsson, varamaður. Að fundi loknum bauð Reykjafell til glæsilegs kvöldverðar á Hótel Keflavík.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa kynnti Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Rafmenntar, starfsemi Rafmenntar og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Auk þess sem Kristján Daníel Sigurbergsson,      framkvæmdastjóri SART, sagði lauslega frá Litla Íslandi og hvatti fundarmenn til að skoða vefsíðu verkefnisins.

Á myndinni hér fyrir ofan eru, talið frá vinstri, Kristján Daníel Sigurbergsson, Guðmundur Ingólfsson,  Róbert Guðbjartsson, Björn Kristinsson og Arnbjörn Óskarsson. 

Fundur-februar-2020-1-_1582027779434Félagsmenn í Rafverktakafélagi Suðurnesja.