Fréttasafn



29. mar. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Ný stjórn Samtaka fyrirtækja í líf- og heilbrigðistækni

Fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar Samtaka fyrirtækja í líf- og heilbrigðistækni, SLH, var haldinn hjá Samtökum iðnaðarins í gær. SLH sem er starfsgreinahópur innan SI urðu til við sameiningu Samtaka íslenskra líftæknifyrirtækja (SÍL) og Samtaka heilbrigðisiðnaðarins (SHI) á aðalfundi sem haldinn var í lok janúar sl. Þar var hin nýja stjórn kjörin en hana skipa Guðmundur Fertram Sigurjónsson hjá Kerecis sem er stjórnarformaður, Björn Örvar hjá ORF Líftækni, Jón Valgeirsson hjá Alvotech, Kim De Roy hjá Össuri og Reynir Scheving hjá Zymetech. Áherslumál og helstu baráttumál SLH snúa að eflingu nýsköpunarumhverfisins á Íslandi, aðgengi að erlendum sérfæðingum, menntamálum og regluverki líf- og heilbrigðistæknigreinanna. 

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Björn Örvar hjá ORF Líftækni, Kim De Roy hjá Össuri, Guðmundur Fertram Sigurjónsson hjá Kerecis, Jón Valgeirsson hjá Alvotech, Reynir Scheving hjá Zymetech og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI.

Stjorn-2019