Ný stjórn Samtaka iðnaðarins
Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var tilkynnt um úrslit kosninga til stjórnar. Kosningaþátttaka var 78,17%. Kosið var um fjögur almenn stjórnarsæti. Sjö framboð bárust til almennra stjórnarsæta. Formaður SI, Árni Sigurjónsson, var kosinn til tveggja ára á síðasta ári og situr því áfram sem formaður.
Þau sem hlutu flest atkvæði og setjast í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára eru:
- Hjörleifur Stefánsson, framkvæmdastjóri Nesraf rafverktaka
- Karl Andreassen, forstjóri Ístaks
- Sigrún Helgadóttir, framkvæmdastjóri Norðuráls á Grundartanga
- Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins
Fyrir í stjórn Samtaka iðnaðarins eru:
- Arna Arnardóttir, gullsmiður
- Bergþóra Halldórsdóttir, Borealis Data Center
- Hjörtur Sigurðsson, Mynstra
- Jónína Guðmundsdóttir, Coripharma
- Vignir Steinþór Halldórsson, Öxar