Fréttasafn



13. des. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Ný stjórn Samtaka leikjaframleiðenda

Ný stjórn var kosin á aðalfundi Samtaka leikjaframleiðenda, IGI, sem haldinn var í gær á Hótel Nordica. Stjórnina skipa Vignir Örn Guðmundsson, CCP, formaður, Haukur Steinn Logason, Solid Clouds / Game Makers Iceland, varaformaður, María Guðmundsdóttir, Parity Games, Halldór Snær Kristjánsson, Myrkur Games, Margrét Júlíana Sigurðardóttir, Mussila, Ívar Kristjánsson, 1939 Games, Diðrik Steinsson, Porcelain Fortress og Stefán Björnsson, Solid Clouds.

Á fundinum var rætt um áskoranir og tækifæri leikjaiðnaðar á Íslandi og farið yfir starfsárið en margir áfangasigrar hafa unnist á árinu og má þar meðal annars nefna stofnun leikjabrautar Keilis, sem er fyrsta námsbrautin til stúdentsprófs í leikjagerð á Íslandi ásamt þeirri miklu grósku sem nú er í leikjaiðnaði á Íslandi.

Fundur-desember-2019-5-Vignir Örn Guðmundsson hjá CCP er formaður Samtaka leikjaframleiðenda, IGI.

Fundur-desember-2019-3-