Ný stjórn Samtaka sprotafyrirtækja
Á aðalfundi Samtaka sprotafyrirtækja, SSP, sem haldinn var fyrir skömmu var kosin ný stjórn. Formaður er Fida Abu Libdeh hjá GeoSilica, aðrir í stjórn eru Alexander Jóhönnuson hjá SVAI, Íris Ólafsdóttir hjá Kúla 3d, Kristinn Aspelund hjá Ankeri, Kolbrún Hrafnkelsdóttir hjá Florealis, Róbert Helgason hjá Autoledger, Stefán Baxter hjá Snjallgögnum og Stefán Björnsson hjá Solid Clouds.
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum var opinn fundur þar sem Guðmundur Árnason hjá Controlant, Margrét O. Ásgeirsdóttir hjá Brunni Ventures og Stefanía Guðrún Halldórsdóttir hjá Eyrir Ventures fjölluðu um fjármögnun fyrirtækja í vexti og samfélagsábyrgð. Hluti fundargesta voru í Húsi atvinnulífsins en aðrir horfðu á fundinn í gegnum beint streymi. Þeir sem voru í Húsi atvinnulífsins voru beðnir um að skrifa á spjöld hvað samfélagsábyrgð fyrirtækja væri að þeirra mati.
Hér er hægt að nálgast upptöku frá opna fundinum:
Margrét O. Ásgeirsdóttir hjá Brunni Ventures, Guðmundur Árnason hjá Controlant
og Stefanía Guðrún Halldórsdóttir hjá Eyrir Ventures.
Fida Abu Libdeh hjá Geo Silica og nýkjörin formaður
SSP.
Guðmundur Óskarsson hjá My Tweet Alerts.
Róbert
Helgason hjá Autoledger.
María Guðmundsdóttir hjá Parity.
Stefán Baxter hjá Snallgögnum.
Kolbrún Hrafnkelsdóttir hjá Florealis.
Alexander Jóhönnuson hjá SVAI.
Íris Ólafsdóttir hjá Kúla 3D.
Viðskiptablaðið, 22. mars 2021.