Fréttasafn



21. nóv. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Ný stjórn SÍK

Aðalfundur Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) var haldinn hjá Samtökum iðnaðarins fimmtudaginn 16. nóvember síðastliðinn. Ný stjórn var kosin en hana skipa Kristinn Þórðarson hjá True North sem einnig er formaður stjórnar, Guðrún Edda Þórhannesdóttir hjá Kvikmyndafélaginu Hughrif sem er varaformaður, Lilja Ósk Sigurðardóttir hjá Pegasus, Guðbergur Davíðsson hjá Ljósop, Hilmar Sigurðsson hjá Saga Film og varamenn í stjórn eru Júlíus Kemp hjá Kvikmyndafélagi Íslands og Hlín Jóhannesdóttir hjá Vintage Pictures.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Guðbergur, Hilmar, Hlín, Kristinn, Lilja, Guðrún og Júlíus.