Fréttasafn



22. maí 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Tannsmiðafélag Íslands

Ný stjórn Tannsmiðafélags Íslands

Aðalfundur Tannsmiðafélags Íslands, TÍ, fór fram í Húsi atvinnulífsins 17. maí síðastliðinn. Ný stjórn var kosin á fundinum en í henni sitja Ingibjörg Einarsdóttir, formaður, Borghildur Aðalsteinsdóttir, ritari,  Eva Guðríður Guðmundsdóttir, gjaldkeri, Markuz Menczynski og Rakel Ásta Sigurbergsdóttir.

Á fundinum voru tveir félagsmenn heiðraðir og gerðir að heiðursmeðlimum TÍ, þau Aðalheiður Svana Sigurðardóttir og Sigurður Einarsson. Aðalheiður Svana hlaut á árinu doktorsgráðu í heilbrigðisvísindum og stöðu lektors í Tannsmiðadeild Íslands og Sigurður varð áttræður í nóvember síðastliðnum og er enn starfandi í greininni. 

Á myndinni hér fyrir ofan eru, talið frá vinstri, Borghildur Aðalsteinsdóttir, Ingibjörg Einarsdóttir, Markuz Menczynski, Rakel Ásta Sigurbergsdóttir og Eva Guðríður Guðmundsdóttir.

Adalfundur-mai-2023_4Sigurður Einarsson og Aðalheiður Svana Sigurðardóttir.

Adalfundur-mai-2023_1Aðalheiður Svana ásamt Snædísi Ómarsdóttur fráfarandi formanni TÍ og Brynjari Sæmundssyni sem sat í fráfarandi stjórn TÍ. 

Adalfundur-mai-2023_2Snædís Ómarsdóttir, Sigurður Einarsson og Brynjar Sæmundsson.