Ný stjórn Tannsmiðafélags Íslands
Aðalfundur Tannsmiðafélags Íslands, TÍ, fór fram í Húsi atvinnulífsins 17. maí síðastliðinn. Ný stjórn var kosin á fundinum en í henni sitja Ingibjörg Einarsdóttir, formaður, Borghildur Aðalsteinsdóttir, ritari, Eva Guðríður Guðmundsdóttir, gjaldkeri, Markuz Menczynski og Rakel Ásta Sigurbergsdóttir.
Á fundinum voru tveir félagsmenn heiðraðir og gerðir að heiðursmeðlimum TÍ, þau Aðalheiður Svana Sigurðardóttir og Sigurður Einarsson. Aðalheiður Svana hlaut á árinu doktorsgráðu í heilbrigðisvísindum og stöðu lektors í Tannsmiðadeild Íslands og Sigurður varð áttræður í nóvember síðastliðnum og er enn starfandi í greininni.
Á myndinni hér fyrir ofan eru, talið frá vinstri, Borghildur Aðalsteinsdóttir, Ingibjörg Einarsdóttir, Markuz Menczynski, Rakel Ásta Sigurbergsdóttir og Eva Guðríður Guðmundsdóttir.
Sigurður Einarsson og Aðalheiður Svana Sigurðardóttir.
Aðalheiður Svana ásamt Snædísi
Ómarsdóttur fráfarandi formanni TÍ og Brynjari Sæmundssyni sem sat í fráfarandi stjórn TÍ.
Snædís Ómarsdóttir, Sigurður Einarsson og Brynjar Sæmundsson.