Fréttasafn



11. apr. 2025 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Tannsmiðafélag Íslands

Ný stjórn Tannsmiðafélags Íslands

Ný stjórn Tannsmiðafélags Íslands var kjörin á aðalfundi félagsins sem fram fór í Húsi atvinnulífsins, fimmtudaginn 10. apríl. Guðrún Tinna Valdimarsdóttir tekur við formennsku af Ingibjörgu Einarsdóttur, sem sinnt hefur formennsku í félaginu undanfarin tvö starfsár. Guðrún Tinna hefur áður gengt formennsku í félaginu og mun það eflaust njóta góðs af þeirri reynslu sem hún býr að. Ekki voru breytingar á öðrum stjórnarsætum en Eva Guðríður Guðmundsdóttir mun áfram starfa sem gjaldkeri félagsins og þau Ásthildur Þóra Reynisdóttir, Markus Menczynski og Snædís Sveinsdóttir halda áfram sínum sætum sem meðstjórnendur.

Nýkjörin stjórn þakkaði Ingibjörgu, fráfarandi formanni, kærlega fyrir störf sín í þágu félagsins en undir hennar formennsku hefur mörgum afar mikilvægum málum verið þokað áfram, í þágu tannsmiða á Íslandi.

Líflegar umræður sköpuðust á fundinum. Þar bar hæst umræða um réttindi og skyldur starfsleyfisskyldra heilbrigðisstétta og fagleg aðgreining sérfræðinga á heilbrigðissviði. Þá voru lögð drög að Tannsmiðadeginum 2025 og fjallað um horfur innan námsbrautar í tannsmíði við Háskóla Íslands.