Ný stjórn Vetnis- og rafeldsneytissamtakanna
Aðalfundur Vetnis- og rafeldsneytissamtakanna, VOR, var haldinn í Húsi atvinnulífsins fyrir skömmu. Á fundinum voru kjörin í stjórn Björk Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri CRI hf., og Sigurður Ólafsson, viðskiptaþróunarstjóri hjá Linde Gas ehf. Fyrir í stjórn eru Auður Nanna Baldvinsdóttir, IðunnHi2 ehf., formaður VOR, Tryggvi Þór Herbertsson, Qair Ísland ehf. og Magnús Bjarnason, CI ETF I Fjardarorku HoldCo ehf.
Á fundinum var ársskýrsla VOR flutt þar sem fjallað var um verkefni stjórnar á liðnu starfsári. Þá ræddu félagsmenn hverjar áherslur stjórnar á komandi starfsári ættu að vera og mikilvægi þess að kynna betur hlutverk vetnis og rafeldsneytis í orkuskiptum.
Að lokinni aðalfundardagskrá var opinn fundur þar sem Barbara Zuderwijk, framkvæmdastjóri og stofnandi Green Giraffe Group, flutti erindi um vetnismarkaðinn með sérstakri áherslu á Evrópu, tækifæri vetnisframleiðslu og einstaka stöðu Íslands til að vera meðal þeirra fyrstu til að ná árangri í orkuskiptunum. Þá kynntu nokkur aðildarfélög VOR verkefni sín stuttlega. Góðar umræður sköpuðust og augljóst að mikill áhugi er um málefnið.
Barbara Zuderwijk, framkvæmdastjóri og stofnandi Green Giraffe Group, flutti erindi að loknum aðalfundarstörfum VOR.