Ný vefsíða Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda
Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda hefur opnað nýja vefsíðu, www.fhif.is. Á vefsíðunni er meðal annars hægt að fá tilboð í einstök verk. Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda var stofnað 1. október 1931 í þeim tilgangi að gæta hagsmuna stéttarinnar. Tilgangur félagsins er meðal annars að efla samstöðu og gæta hagsmuna félagsmanna sem og að vera málsvari greinarinnar gagnvart almenningi, öðrum hagsmunasamtökum og hinu opinbera. Þá leggur félagið áherslu á að stuðlað sé að vandaðri framleiðslu og framförum í greininni og menntamálum.
Á vefsíðunni er hægt að nálgast upplýsingar um félagið og félagatal en í félaginu eru 17 fyrirtæki.