Fréttasafn17. maí 2021 Almennar fréttir Félag vinnuvélaeigenda Mannvirki

Ný vefsíða fyrir tilboð í jarðvinnuverk

Á vef Félags vinnuvélaeigenda, vinnuvel.is, hefur verið sett upp ný tilboðsvefsíða

Vefsíðunni er ætlað að auðvelda einstaklingum og lögaðilum að leita tilboða í hvers kyns jarðvinnu og tengda vinnu. Á síðunni er hægt að haka við nánar tilgreinda flokka eftir því hvernig verk um ræðir. Einnig er óskað eftir að staðsetning verks sé tilgreind en félagsmenn eru staðsettir víðsvegar um landið.