Fréttasafn13. maí 2019 Almennar fréttir Framleiðsla Nýsköpun

Ný viðskiptalíkön hringrásarhagkerfisins

Avanto Ventures, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Matís og Nýsköpunarmiðstöð Íslands standa að fundi um hringrásarhagkerfið (Circular Economy) á morgun 14. maí kl. 8.30-10.00 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Yfirskrift fundarins er Aukin skilvirkni með hringrásarhagkerfinu.

Hringrásarhagkerfið snýst um hvernig nýta má hráefni á sem skilvirkastan hátt og fyrirbyggja sóun með breyttum áherslum í vöru- og þjónustuhönnun með sjálfbærni að leiðarljósi. Ný viðskiptalíkön deilihagkerfisins eru að verða sífellt algengari þar sem fremur er byggt á samnýtingu en eignarhaldi. Sterkir innviðir Norðurlandanna gera þeim kleift að leiða þessa byltingu.

Á fundinum verða kynntir möguleikar íslenskra fyrirtækja til þátttöku í verkefnum sem styðja þessa þróun og skapa þeim þannig samkeppnisforskot með bættri skilvirkni og auknum útflutningstækifærum.

Dagskrá

  • 8. 30 Samtök iðnaðarins bjóða fundargesti velkomna.
  • 8.35 Nordic Innovation kynnir samnorræn verkefni sem stofnunin styrkir, með áherslu á þróun sjálfbærra hringrásarlausna og viðskiptalíkan fyrirtækja. Marthe Haugland, Anna-Maija Sunnanmark og Elís Benediktsson, nýsköpunarráðgjafar.
  • 8.45 Avanto Ventures kynnir norræna LOOP Ventures samstarfsverkefnið (www.circulareconomyloop.com) og gefur dæmi um hnitmiðað samstarf sprotafyrirtækja og stærri fyrirtækja er varða prófanir á nýjum lausnum gagnvart neytendum. Moona Pohjola, Corporate Venturing Lead, og Irina Blomqvist, Head of Innovation Ecosystems
  • 9.30 Nokkur íslensk fyrirtæki úr mismunandi geirum segja frá sinni reynslu af breyttum viðskiptaháttum, aðlöguðum framleiðsluferlum og öðrum lausnum sem þau hafa þróað – og hvað þetta hefur þýtt fyrir reksturinn.
  • 10.00 Fundi lýkur. Möguleiki gefst á stuttum fundum milli einstakra fyrirtækja og Avanto Ventures og Nordic Innovation í beinu framhaldi. Þar má, án skuldbindinga, ræða hugmyndir og þarfir fyrirtækisins, ásamt mögulegri aðstoðað við framkvæmd.

Bóka má fundi fyrirfram (á bilinu 10-18 sama dag) með því að senda tölvupóst á Elís Benediktsson ( eb@nordicinnovation.org ) eða á staðnum beint eftir morgunfundinn.

Kynningarnar verða haldnar á ensku og íslensku.

Á vef SA er hægt að skrá sig.