Nýjar BIM kröfur í mannvirkjagerð kynntar á morgunfundi
Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir, FSRE, stendur fyrir morgunfundi um nýjar BIM kröfur í mannvirkjagerð þriðjudaginn 25. apríl kl. 9-10.30 á Hilton Nordica. Á fundinum verða þessar nýju kröfur kynntar og útskýrðar. Hönnuðir og verktakar eru sérstaklega hvött til að mæta.
Á vef FSRE segir að undanfarin ár hafi verið ör þróun í meðhöndlun stafrænna byggingaupplýsinga í mannvirkjagerð. FSRE hafi í rúman áratug notast við BIM aðferðafræðina við hönnun stærri byggingar sem stofnunin hefur umsjón með og nú hafi stofnunin gefið út nýjar BIM kröfur eða Kröfur til upplýsingamiðlunar (EIR) með vísan í ISO 19650 sem taki nú á öllum upplýsingum og ferlum þeim tengdum á hönnunartíma.
Dagskrá
- 09.00-09:15 Hvernig notar FSRE BIM? - Ólafur Daníelsson, framkvæmdastjóri framkvæmda hjá FFSRE
- 09:15- 10:15 Nýjar BIM kröfur FSRE, hagræðing með áreiðanlegri upplýsingum - Davíð Friðgeirsson, BIM leiðtogi FSRE og formaður BIM Ísland
- 10:15-10:30 Spurningar úr sal
Hér er hægt að skrá sig á fundinn.