Fréttasafn30. maí 2018 Almennar fréttir

Nýjar snjóflóðavarnir í Kubbi skoðaðar

Stjórn Samtaka iðnaðarins skoðaði nýjar snjóflóðavarnir í Kubbi fyrir ofan byggð á Ísafirði sem ÍAV vinnur nú að. Það var Ágúst Ólafsson, starfsmaður ÍAV, sem tók á móti stjórninni. Ágúst þekkir vel til þessara mála þar sem hann hefur sjálfur lent í snjóflóði en hefur eftir það unnið að því að koma snjóflóðavörnum fyrir víða um landið. Á síðustu tveimur áratugum hefur byggst upp þekking og reynsla í uppsetningu slíkra mannvirkja, bæði hvað varðar mannskap og búnað. Í samtali við Ágúst kom fram að það væru næg verkefni sem bíða. Hjá ÍAV á Ísafirði eru15 starfsmenn. 

Stjórnin fékk fallegt útsýni líkt og sjá má á neðangreindri mynd sem tekin var frá vinnusvæðinu.

Iav2