Fréttasafn30. jan. 2015 Iðnaður og hugverk

Nýjung frá Henson

Henson kynnir þessa dagana dótturfyrirtæki sitt Combishirts. Fyrirtækið framleiðir íþróttatreyjur sem sameina tvö félagslið. Treyjur sem þessar hafa ekki verið fáanlegar áður, hvorki hér né erlendis. Ný tækni gerir framleiðsluna mögulega og vinnur Combishirts nú að því að koma vörunum á framfæri erlendis. Verksmiðja Henson í Brautarholti 24 sér um að prenta og framleiða vörur Combishirts. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Treyjurnar eru vinsælar til afmælis- og tækifærisgjafa og eru þeir sem eru í samböndum erlendis hvattir til að koma slóðinni www.combishirts.com á framfæri til þeirra sem hugsanlega hefðu áhuga á að nýta sér þessa skemmtilegu þjónustu.

 

Henson var stofnað árið 1969 og hefur alla tíð einbeitt sér að því að framleiða vandaða vöru úr bestu fáanlegum efnum. Starfsfólk fyrirtækisins skilur þarfir hins litla íslenska markaðar en fyrirtækið býr einnig yfir þeirri reynslu að takast á við vaxandi útflutning.