Nýjungar í starfsmenntun
Nýjungar í starfsmenntun var yfirskrift á fyrsta fundi haustsins í fundaröðinni Menntun og mannauður sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins í morgun. Á fundinum var fjallað um nýjungar í starfsmenntun og það sem er nýjast í þessum málaflokki.
Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri Landsmenntar, sem er sjóður almennra starfsmanna á landsbyggðinni, fjallaði um það sem er efst á baugi hjá Landsmennt. Selma Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá SVS, starfsmenntasjóði verslunar-og skrifstofufólks og Sólveig Snæbjörnsdóttir, fagstjóri hjá SVS, fjölluðu um hvað ber hæst hjá SVS. Þá sagði Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar – fræðsuseturs iðnaðarins, frá helstu nýjungum hjá Iðunni. Að erindum loknum var boðið upp á spurningar og spjall.
Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök iðnaðarins, Samorka og Samtök verslunar og þjónustu standa að fundaröðinni sem stendur til vors 2017 þriðja þriðjudag í mánuði.