Nýr formaður Félags dúklagninga- og veggfóðrarameistara
Á aðalfundi Félags dúklagninga- ogveggfóðrarmeistara sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins fimmtudaginn 14. mars var Hilmar Hansson kosinn nýr formaður félagsins.
Þegar aðalfundarstörfum var lokið flutti Guðmundur R. Óskarsson erindi um þakdúk sem fellur undir löggildingu dúklagninga- og veggfóðrarameistara. Guðmundi var auk þess veitt viðurkenning fyrir góð og mikil störf í þágu fagsins.
Á myndinni hér fyrir ofan eru Hilmar Hansson formaður, Ólafur Jónsson ritari, Þórarinn Steinþórsson gjaldkeri, Garðar Guðjónsson meðstjórnandi og Einar Beinteinsson varaformaður og fráfarandi formaður.
Guðmundur R. Óskarsson er fyrir miðri mynd með viðurkenninguna.