Fréttasafn29. nóv. 2022 Almennar fréttir Félag húsgagna– og innréttingaframleiðenda Mannvirki

Nýr formaður Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda

Jónas Kristinn Árnason hjá Brúnás/Miðás var kosinn formaður Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda, FHIF, á aukaaðalfundi félagsins sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins síðastliðinn fimmtudag. Aðrir í stjórn eru Guðmundur Ásgeirsson, Halldór Gíslason, Eyjólfur Eyjólfsson, Sigurður Ólafsson, Gylfi Guðmundsson, Jóhann Hauksson og Tómas Þorbjörnsson.

Stjórn félagsins bíða mikilvæg verkefni, meðal annars útboð rammasamnings um húsgögn. Á fundinum var sjálfbærnistefna félagsins samþykkt en hún færir félagsmönnum FHIF góð verkfæri við rekstur fyrirtækja sinna. Hin nýja stefna verður kynnt á nýju ári.

Á myndinni hér fyrir ofan er nýr formaður, Jónas Kristinn Árnason, og Elísa Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI.

Aukaadalfundur-november-2022_2

Aukaadalfundur-november-2022_3Hafþór Ægir Sigurjónsson frá KPMG kynnti sjálfbærnistefnu félagsins.