Fréttasafn



7. sep. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Nýr formaður Hugverkaráðs SI

Tryggvi Hjaltason hjá CCP var kjörinn formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins á ársfundi ráðsins í gær. Tryggvi, sem situr einnig í stjórn Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja, hefur átt sæti í ýmsum starfshópum á vegum stjórnarráðsins undanfarin ár, meðal annars í starfshópi um framtíð Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Þá hefur Tryggvi rannsakað rekstrarumhverfi hugverkaiðnaðarins ítarlega undanfarin ár og gerði m.a. úttekt á umhverfinu í meistararitgerð sinni í samvinnu við marga af helstu frumkvöðlum landsins.  

Auk Tryggva sitja eftirfarandi í Hugverkaráði SI:

  • Pétur Már Halldórsson, Nox Medical
  • Svana Helen Björnsdóttir, Stiki
  • Frosti Ólafsson, ORF Líftækni
  • María Bragadóttir, Alvogen
  • Jóhann Þór Jónsson, Advania
  • Valgerður Hrund Skúladóttir, Sensa
  • Íris Ólafsdóttir, Kúla 3D
  • Erlendur Steinn Guðnason, Spectaflow
  • Hilmar Veigar Pétursson, CCP
  • Margrét Júlíana Sigurðardóttir, Mussila
  • Kristinn Þórðarson, Truenorth
  • Lilja Ósk Snorradóttir, Pegasus 

Tryggvi-2-06-09-2018