Fréttasafn



11. maí 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Nýr formaður Klaks

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, hefur tekið við stjórnarformennsku hjá Klak - Icelandic Startups. Sigríður sem er tilnefnd af Samtökum iðnaðarins tekur við af Soffíu Kristínu Þórðardóttur sem nú stýrir sprotafyrirtækinu PaxFlow. 

Aðrir í stjórn Klaks eru Hrönn Greipsdóttir, tilnefnd af Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, varaformaður, Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, tilnefndur af Háskóla Reykjavíkur, Dröfn Guðmundsdóttir, tilnefnd af Origo og Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir, tilnefnd af Háskóla Íslands.