Fréttasafn17. nóv. 2020 Almennar fréttir Mannvirki Meistarafélag byggingarmanna á Norðurlandi

Nýr formaður Meistarafélags byggingarmanna á Norðurlandi

Sigurður R. Sigþórsson, málarameistari, var kosinn nýr formaður á aðalfundi Meistarafélags byggingarmanna á Norðurlandi, MBN,  Aðalfundurinn var haldinn með rafrænum hætti gegnum Zoom. Fráfarandi formaður, Þórarinn Valur Árnason, pípulagningameistari, gaf ekki kost á sér áfram en hann hefur verið formaður frá árinu 2014. Á fundinum var Þórarni Val þökkuð hans miklu störf í þágu félagsins.

Aðrir sem kosnir voru í stjórn félagsins eru Björn Friðþjófsson, húsasmíðameistari, og Klemenz Jónsson, dúklagninga- og veggfóðrarameistari, sem voru endurkjörnir og Haraldur Pálsson, pípulagningameistari sem kemur nýr í stjórn. Þá voru kjörnir þrír varamenn: Sigmar Stefánsson, húsasmíðameistari, og Heiðar Konráðsson, húsasmíðameistari, sem voru endurkjörnir og Heiðar Heiðarsson, húsasmíðameistari sem kemur nýr í varastjórn.

Þessir eru einnig í stjórn félagsins en voru ekki í kjöri að þessu sinni: Þórólfur Aðalsteinsson, húsasmíðameistari, Geir Hörður Ágústsson, húsasmíðameistari og Jónas Magnús Ragnarsson, rafvirkjameistari.

Sigurdur-R.-Sigthorsson-formadur-2020

Sigurður R. Sigþórsson, málarameistari, er nýr formaður MBN.