Fréttasafn18. feb. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Nýr formaður MIH

Aðalfundur Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði, MIH, var haldinn síðastliðinn laugardag á Grand Hótel Reykjavík. Góð mæting var á fundinn en hátt í 60 félagsmenn mættu. Tveir stjórnarmenn höfðu ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram svo tveir nýir félagsmenn voru kosnir. Ágúst Pétursson, sem var formaður í ellefu ár gaf ekki kost á sér áfram og var nýr formaður kosinn Jón Þórðarson, blikksmíðameistari, sem rekur blikksmiðjuna Blikksmíði ehf. Að kvöldi aðalfundardags var haldin glæsileg árshátíð félagsins. 

Í stjórn MIH eru: 

  • Jón Þórðarson, blikksmíðameistari, formaður
  • Hjálmar R. Hafsteinsson, húsasmíðameistari, varaformaður
  • Haukur B. Gunnarsson, húsasmíðameistari, gjaldkeri
  • Stefán Örn Kristjánsson, málarameistari, ritari
  • Hilmar Snær Rúnarsson, húsasmíðameistari, meðstjórnandi
  • Í varastjórn eru Kristinn Kristinsson, pípulagningameistari, Sigurfinnur Sigurjónsson, húsasmíðameistari, og Arnar Þór Guðmundsson, húsasmíðameistari.
Á myndinni hér fyrir ofan eru, talið frá vinstri, Hilmar Snær Rúnarsson, Stefán Örn Kristjánsson, Arnar Þór Guðmundsson, Jón Þórðarson, formaður, Kristinn Kristinsson, Sigurfinnur Sigurjónsson og Friðrik Á. Ólafsson. Á myndina vantar tvo stjórnarmenn, þá Hauk B. Gunnarsson og Hjálmar R. Hafsteinsson.

Fundur-februar-2019-1-

Fundur-februar-2019-2-