Fréttasafn15. mar. 2022 Almennar fréttir Mannvirki

Nýr formaður og varaformaður Meistaradeildar SI

Meistaradeild Samtaka iðnaðarins, MSI, hélt stjórnarfund sinn mánudaginn 7. mars síðastliðínn. Á fundinum var kynnt staða á verkefnum sem tengjast nokkrum af helstu áherslumálum meistaradeildarinnar og snúa að réttindum og menntamálum iðnaðarmanna í mannvirkjagerð.

Á fundinum var Jón Sigurðsson, formaður Meistarafélags húsasmiða, kosinn formaður og Sævar Jónsson, formaður Félags Blikksmiðjueigenda, kosinn varaformaður.

Fráfarandi varaformanni Má Guðmundssyni, formanni Málarameistarafélagsins, voru þökkuð vel unnin störf fyrir Meistaradeild SI.