Fréttasafn



15. okt. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda

Nýr formaður SÍK

Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, hélt aðalfund sinn fyrir skömmu þar sem kosið var um embætti formanns, tveggja meðstjórnenda og eins varamanns. Kristinn Þórðarson, varaformaður, bauð sig fram til þess að sinna starfi formanns fram að næsta aðalfundi sem haldinn verður vorið 2022. Júlíus Kemp og Guðbergur Davíðsson voru kosnir í stjórn og Hlín Davíðsdóttir sem varamaður. Á fundinum var ársskýrsla SÍK flutt þar sem fjallað var um helstu verkefni og störf stjórnar á liðnu starfsári. Þá var ársreikningi félagsins gerð skil. 

Eftir hefðbundin aðalfundarstörf fóru fram líflegar pallborðsumræður um stefnu og áherslur íslenskra sjónvarpsstöðva þegar kemur að íslensku dagskrárefni. Gestir í pallborði voru Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Símans, Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, og Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Stöðvar 2.

Adalfundur_4

Adalfundur_2

Adalfundur_3Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Símans, Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, og Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Stöðvar 2, tóku þátt í umræðum.