Fréttasafn



22. feb. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Nýr formaður sviðsstjórnar Málm- og véltæknigreina

Guðrún Birna Jörgensen, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI, tók í gær við formennsku í sviðsstjórn Málm- og véltæknigreina hjá Iðunni.

Á meðfylgjandi mynd  eru fundarmenn á sviðsstjórnarfundinum, talið frá vinstri, Kristján Daníel Sigurbergsson, Bjarni Thoroddsen, Guðrún Birna Jörgensen, Halldór Guðmundsson,Vignir Eyþórsson, Kristján Kristjánsson og Jón Bjarnason. Á myndina vantar stjórnarmennina Jóhann Rúnar Sigursson og Hilmar Harðarson.