Fréttasafn



14. maí 2018 Almennar fréttir

Nýr kappakstursbíll nemenda við tækni- og verkfræðideild HR

Nýr kappakstursbíll liðsins Team Sleipnir var afhjúpaður á Tæknidegi tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík fyrir skömmu en það eru nemendur í tækni- og verkfræði sem taka þátt í Formula Student keppninni í þriðja sinn á hinni sögufrægu Silverstone-braut í Bretlandi í júlí.  

Markmiðið hjá Team Sleipnir er að ná í eitt af efstu tíu sætunum á Silverstone kappakstursbrautinni í sumar. Í fyrra gekk liðinu mjög vel og hafnaði í 15. sæti af 75. Nemendur hafa unnið að því í vetur að hanna og smíða nýjan bíl sem er töluvert léttari, auk þess sem bremsubúnaður og fjöðrun hafa verið bætt og tölvuvæðing aukin í mælaborði og stýri.

Eins og í fyrra keppir lið HR í flokki bíla sem ganga fyrir 85% etanóli og 15% bensíni. Bíllinn er allur smíðaður í HR, af nemendum, að undanskilinni berstrípaðri vélinni sem er fjögurra cylindra vél úr Yamaha mótorhjóli. Loftinntak, stýri og fjölmargir aðrir íhlutir eru þrívíddarprentaðir. Drif, hjólafestur og mót fyrir yfirbyggingu eru smíðuð í nýjum CNC fræsi- og  rennibekkjum HR. 

Cu5i2180

Cu5i2049