Fréttasafn



13. jan. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Nýr kjarasamningur kynntur á fundi FÍSF

Félag íslenskra snyrtifræðinga, FÍSF, hélt fræðslufund í vikunni í Húsi atvinnulífsins þar sem Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA, og Hilmar Harðarson, frá Félagi iðn- og tæknigreina (FIT), fóru yfir nýja kjarasamninga snyrtifræðinga sem gilda frá 1. janúar 2016 til 31. desember 2018. Þá kynnti Jóhanna Klara Stefánsdóttir, viðskiptastjóri á framleiðslu- og matvælasviði, starfsemi Samtaka iðnaðarins en um 35 snyrtistofur innan Félags íslenskra snyrtifræðinga eru aðilar að SI.