Fréttasafn18. maí 2022 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki

Nýr starfsgreinahópur SI stofnaður á Vestfjörðum

Stofnfundur starfsgreinahóps SI í byggingar- og mannvirkjagerð á Vestfjörðum fór fram á Ísafirði í gær en markmið hópsins er að vinna markvisst að hagsmunamálum byggingar- og mannvirkjagerðar á svæðinu. Góð mæting var á fundinn og var Marinó Kristinn Hákonarson, framkvæmdastjóri hjá Ísblikk, kjörinn formaður starfsgreinahópsins og Sævar Óskarsson, framkvæmdastjóri hjá Póllinn, var kjörinn varaformaður.

Friðrik Ág. Ólafsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, og Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, tóku þátt í stofnun starfsgreinahópsins með atvinnurekendum í byggingar- og mannvirkjagerð á svæðinu. Á fundinum fóru starfsmenn SI yfir nýja talningu SI og HMS sem og þær áherslur og áskoranir sem byggingar- og mannvirkjagerð stendur frammi fyrir á Vestfjörðum.

Á fundinum var rætt um þarfa íbúðaruppbyggingu til að efla atvinnulífið á svæðinu auk tækifæra í breytingum á skipulagsmálum og nauðsynlega innviðauppbyggingu. Stefnt verður að því að halda næsta fund starfsgreinahópsins í haust þar sem mótaðar verða frekari áherslur hópsins og stefnumál.

Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.

Mynd6_1652865672285Góð mæting var á stofnfundinn sem haldinn var í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. 

Mynd7_1652865786364Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI.

Mynd4_1652865492759Friðrik Ág. Ólafsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI.

Mynd8_1652865803326Friðrik Ág. Ólafsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, og Marinó Kristinn Hákonarson, framkvæmdastjóri hjá Ísblikk og nýkjörinn formaður starfsgreinahópsins.