Fréttasafn5. nóv. 2021 Almennar fréttir Mannvirki

Nýr starfsmaður hjá SI

Bjartmar Steinn Guðjónsson hefur verið ráðinn viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI í fjarveru Eyrúnar Arnarsdóttur sem komin er í fæðingarorlof. Bjartmar Steinn hefur lokið meistaranámi í lögfræði frá Háskóla Íslands auk þess hefur hann stundað húsasmíðanám. Þá hefur hann lokið löggildinganámi í eignaskiptayfirlýsingum og löggildingu leigumiðlara.

Bjartmar Steinn starfaði áður sem húsasmíðanemi hjá Þaktækni, lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu og framkvæmdastjóri Rekstrarumsjónar sem sérhæfir sig í rekstri og þjónustu við húsfélög og útleigu á fasteignum. Hann hefur einnig starfað hjá Útlendingastofnun, óbyggðanefnd og innanríkisráðuneytinu.