Fréttasafn



14. okt. 2022 Almennar fréttir Ár grænnar iðnbyltingar Orka og umhverfi

Nýr upplýsingavefur og greining um orkuskipti kynnt í Hörpu

Samtök iðnaðarins, Landsvirkjun, Samorka og Efla hafa tekið höndum saman um að opna nýjan upplýsingavef um orkunotkun Íslands, orkuskipti og áhrif þeirra í Kaldalóni í Hörpu þriðjudaginn 18. október kl. 14-15.30. Á fundinum verður vefurinn opnaður og kynnt ný greining um efnahagslegan ávinning Íslands af orkuskiptum.

Þátttakendur í dagskrá

  • Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
  • Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI
  • Haukur Ásberg Hilmarsson, hagfræðingur í orkumálaráðgjöf hjá Eflu
  • Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku
  • Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku


Hér er hægt að skrá sig á fundinn. 

Mynd4_1665745949899