Fréttasafn23. apr. 2021 Almennar fréttir Mannvirki Starfsumhverfi

Nýr vefur með aðgangi að byggingarreglugerð

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur opnað nýjan vef þar sem hægt er að nálgast byggingarreglugerð á rafrænan hátt, með tengla í leiðbeiningar við hvert ákvæði sem við á. Vefslóðin er byggingarreglugerd.is og er þar hægt að leita eftir orðum í reglugerðinni með öflugri leitarvél og finna má viðauka auk þeirra leiðbeininga sem eru til umsagnar efst á síðunni. Þar er einnig hægt að nálgast reglugerðina í pdf-formi. Hægt er að skoða allar breytingar sem gerðar hafa verið á byggingarreglugerðinni síðan hún tók fyrst gildi og fylgja leiðbeiningar með þar sem finna má nánari skýringar, túlkun eða tæknilegar útfærslur.

Hér er hægt að fara á vefinn.

Hér er hægt að nálgast byggingarreglugerðina í PDF.