Fréttasafn



8. des. 2023 Almennar fréttir Mannvirki Orka og umhverfi

Nýr vettvangur fyrir hringrás í byggingariðnaði

Hringvangur er heiti á vettvangi sem stofna á til sem verður sjálfstæður vettvangur fyrir samskipti um hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði. Stofnfundur Hringvangs verður haldinn þann 13. desember kl. 15.00-16.30 í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík. Eftir að Hringvangur hefur verður kynntur verða nokkur örerindi um hringrásarverkefni.

Dagskrá

• Áróra Árnadóttir, Grænni byggð - Hringvangur
• Björk Úlfarsdóttir, Colas – Endurunnið malbik
• Elín Þórólfsdóttir, EFLA - Hringrásarveggur
• Sigríður Ósk Bjarnadóttir, Hornsteinn – Hellubrot og endurnotkun steypu
• Ragnar Ómarsson, Verkís – Meðferð bundins kolefnis
• Arnhildur Pálmadóttir, Lendager Ísland – Hringrásarverkefni á Íslandi
• Hrefna Sigurðardóttir, Lendager Ísland – Wasteland sýningin

Fundarstjóri er Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.

Stofnun Hringvangs er framkvæmd innan verkefnisins Nordic Networks for Circular Construction sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Grænni byggð taka þátt í en er þó gerð í breiðu samstarfi við ýmsa hagaðila. Grænni byggð mun hýsa vettvanginn.

Hér er hægt að nálgast viðburðinn á Facebook.