Fréttasafn18. jan. 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki

Nýr yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins

Lilja Björk Guðmundsdóttir hefur verið ráðin yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins. Lilja Björk hefur frá árinu 2021 starfað hjá Samtökum iðnaðarins sem viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði þar sem hún hefur meðal annars haft umsjón með fjölmörgum starfsgreinahópum innan samtakanna.

Lilja Björk er með BA og ML í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og LL.M. í evrópskum stjórnskipunarrétti frá Háskólanum í Granada auk þess sem hún hefur málflutningsréttindi fyrir Héraðsdómi. Áður en hún kom til starfa hjá Samtökum iðnaðarins starfaði Lilja Björk hjá Rauða krossinum sem lögfræðingur og teymisstjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd. 


Vísir, 18. janúar 2024.

mbl.is, 18. janúar 2024.

Viðskiptablaðið, 19. janúar 2024.