Fréttasafn



22. maí 2019 Almennar fréttir Menntun Nýsköpun

Nýsköpun í grunnskólunum verðlaunuð

Verðlaunaafhending Nýsköpunarkeppni grunnskólanna fór fram í gær í Háskólanum í Reykjavík. Annars vegar var tilkynnt um val á nýsköpunarkennurum grunnskólanna og hins vegar voru veitt verðlaun til grunnskólanemenda fyrir nýsköpunarverkefni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, afhentu verðlaunin. 

Það voru tveir kennarar sem hlutu nafnbótina Nýsköpunarkennari grunnskólanna árið 2018 og voru það Halla Leifsdóttir í Breiðagerðisskóla og Þórdís Sævarsdóttir í Dalskóla. Þær fengu í verðlaun 125.000 kr. hvor. Tilgangur verðlaunanna er m.a. að hvetja kennara til dáða með viðurkenningu á framlagi þeirra til nýsköpunarkennslu. Viðurkenningin er veitt fyrir framúrskarandi störf til eflingar nýsköpunar-menntunar á Íslandi. 

Verðlaun til grunnskólanema fyrir nýsköpun fengu: 

Tæknibikar Pauls Helena Huld Hafsteinsdóttir og Hekla Karlsdóttir Roth fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi tæknilega útfærslu með hugmynd sína Bílastopparinn. Verðlaun: Samsung Galaxy A40 farsími að verðmæti 40.000 kr.

Samfélagsbikar NKG Kristófer Bjarki Hafþórsson og Ívar Logi Jóhannsson hlutu viðurkenningu fyrir framúrskarandi samfélagslega nýsköpun með hugmynd sína Hjólastóll. Verðlaun: Samsung Galaxy A40 farsími að verðmæti 40.000

Forritunarbikar NKG Kamilla Rós Gústafsdóttir og Ingunn Lilja Arnórsdóttir hlutu viðurkenningu fyrir framúrskarandi nýsköpun þar sem forritunar er þörf með hugmynd sína Stærðfræðitímaappið. Verðlaun: Samsung Galaxy A40 farsími að verðmæti 40.000 kr.

Umhverfisbikar NKG Karitas Ingvadóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi samfélaslega nýsköpun með hugmynd sína Áfyllingurinn. Verðlaun: Samsung Galaxy A40 farsími að verðmæti 40.000

Hönnunarbikar NKG Hera Sjöfn Bjartsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi hönnun með hugmynd sína TannþráðsTannburstinn. Verðlaun: Samsung Galaxy A40 farsími að verðmæti 40.000 kr.

Fyrsta sæti Anna Valgerður Árnadóttir og Oliwia Huba með hugmynd sína Hafragrautaruppáhellari. Verðlaun: Hp fartölva að verðmæti 140 þúsund kr. 

Annað sæti Rakel Sara Þórisdóttir með hugmynd sína HækkaLækkar. Verðlaun: Samsung Galaxy S9 farsími að verðmæti 85.000 kr.

Þriðja sæti Ásgeir Máni Ragnarsson með hugmynd sína Hólfið. Verðlaun: Samsung Galaxy A40 farsími að verðmæti 40.000 kr.

1C0A5406

1C0A5279

1C0A5276

1C0A5556

1C0A5334

1C0A4803

1C0A5222

1C0A5354