Fréttasafn14. sep. 2017 Almennar fréttir

Nýsköpun og þróun áberandi á sjávarútvegssýningunni IceFish

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, voru við opnun íslensku sjávarútvegssýningarinnar IceFish sem opnuð var í gær í Fífunni í Kópavogi. Þau heilsuðu upp á aðildarfyrirtæki SI sem eru þátttakendur í sýningunni. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Guðrún og Sigurður komu við í sýningarbás Marel og hittu þar Ragnheiði H. Magnúsdóttur, stjórnanda hjá Marel. 

Á sýningunni er áberandi hversu mörg fyrirtæki eru að leggja áherslu á nýsköpun og þróun í sinni starfsemi. Í sýningarbás Marel er til dæmis hægt að skoða sýndarveruleika og Oddi er að þróa nýjar umbúðir þar sem ull er nýtt til einangrunar. Meðal annarra aðildarfyrirtækja SI á sýningunni eru Efla, Hampiðjan, ISS Ísland, Héðinn, Málning, Nýherji, Naust Marine, Rafeyri, Össur, Samey, Sæplast, Teknís, Síminn og Slippurinn. 

Oddi-IceFishHér eru þau í sýningarbás Odda með Gunnari H. Sverrissyni, forstjóra Odda, og Oddgeiri Þ. Gunnarssyni, sölustjóra iðnaðar hjá Odda.

SlippurinnGuðrún og Sigurður komu einnig við í sýningarbás Slippsins og eru hér með Eiríki S. Jóhannssyni, framkvæmdastjóra Slippsins.