Fréttasafn



13. feb. 2019 Almennar fréttir Nýsköpun

Nýsköpun til að styrkja samkeppnishæfni

Samtök iðnaðarins og Icleandic Startups stóðu fyrir kynningu um nýsköpun innan starfandi fyrirtækja í Húsi atvinnulífsins í vikunni. Á fundinum fór Ingi Björn Sigurðsson hjá Icelandic Startups yfir möguleika í stuðningi við frumkvöðla og sprotafyrirtæki, allt frá viðskiptahugmynd til alþjóðlegs vaxtar.

Aðalgestur fundarins var Adrian McDonald, eigandi og rekstrarstjóri sænska ráðgjafafyrirtækisins Result og verkefnastjóri Nordic Scalers verkefnisins. Í erindi sínu kom Adrian meðal annars inn á verkefni sín fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum Svíþjóðar til að mynda SEB-bankans og Telenor. Þá fór hann yfir nokkrar af ástæðum þess að fyrirtæki leggja í nýsköpun innan reksturs og hvernig fyrirtæki hafa nýtt sér nýsköpun til að styrkja samkeppnishæfni.  

Fundur-um-nyskopun-2019-2-Adrian McDonald, eigandi og rekstrarstjóri sænska ráðgjafafyrirtækisins Result og verkefnastjóri Nordic Scalers verkefnisins.

Fundur-um-nyskopun-2019-3-