Fréttasafn24. maí 2022 Almennar fréttir Menntun Nýsköpun

Nýsköpunarkennari grunnskólanna vill efla sjálfstæði nemenda

Ásta Sigríður Ólafsdóttir, grunnskólakennari í hönnun og smíði í Víðistaðaskóla, var valin Nýsköpunarkennari grunnskólanna árið 2022 í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna, NKG. Ásta hlaut sem viðurkenningu 150.000 krónur í boði Samtaka iðnaðarins ásamt verðlaunabikar og viðurkenningarskjali. Á myndinni hér fyrir ofan sem var tekin við afhendingu viðurkenninganna í Háskólanum í Reykjavík er Árni Sigurjónsson, formaður SI, og Þórey Ósk Sæmundsdóttir, samstarfskona Ástu sem var erlendis og gat því ekki verið viðstödd

Á vef NKG er hægt að nálgast upplýsingar um hvernig Ásta Sigríður hagar kennslunni, þar segir hún meðal annars að markmiðið sé að efla sjálfstæða og gagnrýna hugsun, hugmyndaauðgi, framtakssemi, og að nemendur sjái alltaf tækifæri og lausnir við hverju verkefni. Hún segir að þannig hugarfar nýtist í öllu námi og í lífinu sjálfu, og hjálpar nemendum að setja sig í fótspor annarra.

Aðalverðlaun NKG hlutu Hilda Rún Hafsteinsdóttir og Thelma Sif Róbertsdóttir í 7. bekk Sandgerðisskóla með hugmynd sína Hjálparljós. Þær fengu báðar fartölvu í boði ELKO. Kennari þeirra er Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir. Nemendur í öðrum sigurflokkum hlutu 25.000 króna inneignarkort í boði ELKO:

Fjármálabikar: Erna Þórey Jónsdóttir í 7. bekk Borgaskóla, hlýtur Fjármálabikar NKG og Arion banka, með hugmynd sína Styrktarkort. Kennari hennar er Signý Traustadóttir

Forritunarbikar: Sigurbjörg Inga Sigfúsdóttir og Sigurbjörg Svandís Guttormsdóttir í 6. bekk Varmahlíðarskóla, hljóta forritunarbikar NKG og SKEMA, með hugmynd sína LesBlinduHjálparAppið. Kennari þeirra er Unnur Sveinbjörnsdóttir

Hringrásarbikar: Úlfhildur Inga O. Gautsdóttir í 7. bekk Landakotsskóla, hlýtur Hringrásarbikar NKG , með hugmynd sína EfnisBangsi. Kennari hennar er Sinead McCarron

Hönnunarbikar: Anna Heiða Óskarsdóttir, Helga Sóley Friðþjófsdóttir og Sveindís Rósa Almarsdóttir í 7. bekk Víðistaðaskóla, hljóta Hönnunarbikar NKG , með hugmynd sína Lýsandi úlpa. Kennari þeirra er Ásta Sigríður Ólafsdóttir

Samfélagsbikar: Fríða Lovísa Daðadóttir og Ólöf Stefanía Hallbjörnsdóttir í 7. bekk Landakotsskóla, hljóta Samfélagsbikar NKG, með hugmynd sína Skemmtilegar Biðstofur. Kennari þeirra er Sinead McCarron

Tæknibikar: Alda Sif Jónsdóttir í 7. bekk Seljaskóla, hlýtur Tæknibikar Pauls Jóhannssonar, með hugmynd sína Fuglamatari. Kennari hennar er Eiríkur Már Hansson

Umhverfisbikar: Agla Styrmisdóttir í 6. bekk Melaskóla, hlýtur Umhverfisbikar NKG og Hugverkastofu, með hugmynd sína Bangsaloppan. Kennari hennar er Sigrún Baldursdóttir

Þá fengu nemendur í 5. og 6. bekk sem áttu hugmyndir sem valdar voru á vinnustofuna/úrslitin auk viðurkenningarskjala 5.000 króna inneignarkort í boði IKEA og nemendur í 7. bekku fengu gjafabréf í Háskóla unga fólksins í boði Háskóla Íslands. 

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um úrslitin í nýsköpunarkeppninni.

Urslit-2022_6

Urslit-2022_1

Urslit-2022_3

Urslit-2022_4

Urslit-2022_5

Asta-S-OlafsdottirÁsta Sigríður Ólafsdóttir, grunnskólakennari í hönnun og smíði í Víðistaðaskóla.