Nýsköpunarkeppni grunnskólanna
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG) er hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5. 6. og 7 bekk í grunnskóla en lokahóf keppninnar fór fram sunnudaginn 22. maí í Háskólanum í Reykjavík. Í ár bárust rúmlega 1700 hugmyndir í keppnina en dómnefnd valdi hugmyndir 40 nemenda til þátttöku í úrslitum.
Nemendurnir sem valdir voru til úrslita í keppninni tóku þátt í vinnustofu þar sem þeir fengu tækifæri til þess að útfæra hugmyndir sínar frekar með aðstoð leiðbeinenda frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Að vinnustofunni lokinni var efnt til lokahófs þar sem hugmyndirnar voru til sýnis og viðurkenningar voru veittar.
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti viðurkenningarskjöl ásamt Hvatningarverðlaunum NKG til „ Nýsköpunarkennara grunnskólanna árið 2016.“ Í ár hlaut Álfheiður Ingólfsdóttir úr Sæmundarskóla verðlaunin „fyrir framúrskarandi framlag sitt til eflingar nýsköpunarmenntunar á Íslandi.“
Vinningshafar Nýsköpunarkeppni Grunnskóla árið 2016 eru:
1. sæti
- Hekla Ylja Einarsdóttir í 5. bekk Hofsstaðaskóla, - Baðkarspípari
- Hrafnhildur Haraldsdóttir og Hafsteinn Yngvi Kolbeinsson í 6. bekk Árbæjarskóla, - Hitaskiltið
- Guðrún Erlendsdóttir og Mónika Andjani Hneppu í 7. bekk Húsaskóli, - Hneppuhandklæðið
2. sæti
- Björn Þór Hrafnkelsson í 5. bekk Stóra Vogaskóla, - Gluggaopnari fyrir ketti (MurrinnX)
- Sonja Ingimundardóttir í 6. bekk Hofsstaðaskóla, - Ofnæmiskynjari
- Ásthildur Þóra Heimisdóttir í 7. bekk Sæmundarskóli, - Teljandi fótbolti
3. sæti
- Ásdís Ólafsdóttir í 5. bekk Hofsstaðaskóli, - Morgunverðarskál með halla
- Óskar Aron Stefánsson og Indriði Ægir Þórarinssson í 6. bekk Varmahlíðarskóli, - Markaskráarappið
- Sindri Immanúel í 7. bekk Barnaskólinn á Eyrabakkka og Stokkseyri, - Rafknúinn hurðarlokari
Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur tekið við rekstri og framkvæmd Nýsköpunarkeppni grunnskólanna fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis.
Helstu samstarfs- og stuðningsaðilar við Nýsköpunarkeppni grunnskóla eru Arion banki, Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Samtök Iðnaðarins, Samtök atvinnulífsins, Samband íslenskra sveitarfélaga, ELKO og IKEA.