Fréttasafn



12. mar. 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Nýsköpunarmót Álklasans

Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið fimmtudaginn 14. mars frá kl. 14.00-16.00 í hátíðarsal Háskóla Íslands. Að mótinu standa Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Samtök iðnaðarins, Samál og Álklasinn.

Nýsköpunarmótið er opið öllum. Þátttakendur sem ætla að mæta á staðinn eru hvattir til að skrá sig á viðburðinn.

Dagskrá

Opnun Nýsköpunarmóts álklasans
Sigurður Magnús Garðarsson - Forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ
Ármann Gylfason – Forseti Verkfræðideildar Háskólans Í Reykjavík

Rafgreining Álklóríðs (Aluminium Chloride Electrolysis)
Espen Sandnes – Prófessor við NTNU

Umhverfisvæn rafskaut, kragasalli og umhverfisvænn arftaki koltjörubiks
Sunna Ólafsdóttir Wallevik – Stofnandi Álvits

Kaffihlé

Örerindi

  • Stjórnborð Fjarðaáls
    Fernando Costa Forstjóri Alcoa Fjarðaáls
  • Tölvusjónarkerfi fyrir sjálfvirkar mælingar í álverum
    Hans Atlason stofnandi Visk
  • Sjálfbærni í álframleiðslu í ljósi nýrrar löggjafar
    Bjarni Már Gylfason leiðtogi samfélagsmála og samskipta hjá ÍSAL
  • Carbon Free Aluminium Production with Vertical Inert Electrodes
    Jón Hjaltalín Magnússon stofnandi og framkvæmdastjóri Arctus Aluminium
  • Markmið Norðuráls í losun á CO2
    Guðlaugur Bjarki Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Umhverfis-, öryggis og
    umbótasviðs Norðuráls
  • Að framleiða kísil með rafgreiningu
    Guðrún Sævarsdóttir prófessor við Háskólann í Reykjavík

Afhending nemendaviðurkenninga og kynning á nemendaverkefnum.

Í lok dagskrár verður boðið upp á léttar veitingar.

Myndin hér fyrir ofan er tekin á mótinu sem var haldið 2022.

Viðburðinum verður einnig streymt:

https://livestream.com/hi