Nýsköpunarmyndband SI frumsýnt í beinu streymi
Forseti Íslands tekur þátt í frumsýningu á nýsköpunarmyndbandi SI á morgun miðvikudaginn 16. desember kl. 15.00 í beinu streymi á Facebook. Samtök iðnaðarins hafa hvatt til þess að nýsköpun verði sett í forgang við uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi. Í tilefni þess að ár nýsköpunar er senn á enda verður nýtt myndband frumsýnt þar sem áfram er hvatt til þess að hugvitið verði virkjað í meira mæli.
Dagskrá
- Árni Sigurjónsson, formaður SI
- Myndband frumsýnt
- Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
- Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands
- Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, er fundarstjóri
Hér er hægt að nálgast viðburðinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/426569185418318/