Fréttasafn8. feb. 2019 Almennar fréttir Nýsköpun

Nýsköpunarstefna SI

Samtök iðnaðarins kynntu nýsköpunarstefnu samtakanna í Iðnó í gær fyrir fullum sal. Í stefnu samtakanna eru sett fram fjögur markmið til að unnt verði að ná fram metnaðarfullri framtíðarsýn um að á Íslandi verði skilyrði til nýsköpunar með því besta sem þekkist í heiminum.

  1. Auka fjárfestingu í rannsóknum og þróun og framboð áhættufjármagns til vaxtarfyrirtækja
  2. Auka framboð af sérfræðingum
  3. Einfalda og efla stuðningsumhverfi
  4. Efla kynningar- og markaðsstarf

Í stefnunni eru settar fram tillögur að því hvernig ná má fram ofantöldum markmiðum, meðal annars með því að setja á laggirnar tækniyfirfærsluskrifstofu (Technology Transfer Office), ráðast að veikleikum sem snúa að sölu og markaðssetningu, fjölga sérfræðingum og hátæknimenntuðum, afnema þök á endurgreiðslur vegna rannsókna- og þróunarverkefna, bjóða skattaívilnanir til einstaklinga vegna fjárfestinga í fyrirtækjum í vexti að breskri fyrirmynd og leggja lægri skattprósentu á tekjur fyrirtækja sem koma til vegna skráðra hugverka.

Á fundinum fluttu framsögu Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, og María Bragadóttir, fjármálastjóri Efni. Í pallborðsumræðum tóku þátt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi, og Frosti Ólafsson, forstjóri ORF Líftækni.

Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.

Hér  er hægt að nálgast nýsköpunarstefnu SI.

Forsidan

MYNDIR

Á SI Facebook er hægt að skoða fleiri myndir frá fundinum. Á mbl.is er hægt að skoða fleiri myndir.

Si_idno_fundur_07022019-2Fjölmennt var á fundinum. 

Si_idno_fundur_07022019-31

Si_idno_fundur_07022019-24Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri menntamála hjá SI, var fundarstjóri. 

Si_idno_fundur_07022019-3_1549636340161Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, flutti ávarp.

Si_idno_fundur_07022019-8Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, talaði um nýsköpunarlandið Ísland. 

Si_idno_fundur_07022019-12Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, greindi frá nýsköpunarstefnu SI. 

Si_idno_fundur_07022019-20María Bragadóttir, fjármálastjóri Efni, fór yfir hvað felst í Patent Boxi. 

Si_idno_fundur_07022019-26Sigríður Mogensen stýrði pallborði þar sem voru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi, og Frosti Ólafsson, forstjóri ORF Líftækni.

Si_idno_fundur_07022019-28Frosti, Þórdís Kolbrún og Guðbjörg Heiða í pallborðinu.