Fréttasafn



15. sep. 2023 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Nýsköpunarverðlaun Samorku afhent á opnum fundi

Nýsköpunarverðlaun Samorku verða afhent í þriðja sinn á opnum fundi í Kaldalóni í Hörpu mánudaginn 18. september kl. 13.00-14.30. Fundurinn ber yfirskriftina Hugvit / Hringrás / Árangur og á honum verður fjallað um grósku nýsköpunar í orku- og veitugeiranum. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis en skráningar er óskað. Á vef Samorku er hægt að skrá sig.

Dagskrá:

  • Nýjar lausnir fyrir nýja tíma – Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku
  • Umgjörð nýsköpunar og tækni í Svíþjóð – Magnus Rehn, fjárfestir, stjórnendaráðgjafi og ráðgjafi nýsköpunarfyrirtækja hjá Sting
  • Fyrrum handhafar Nýsköpunarverðlauna Samorku taka stöðuna í léttu pallborði – Linda Fanney Valgeirsdóttir hjá Alor og Ósvaldur Knudsen hjá Laki Power
  • Afhending verðlauna: Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups og talsmaður dómnefndar gerir grein fyrir rökstuðningi dómnefndar. Ásta Sóllilja og Finnur Beck framkvæmdastjóri Samorku afhenda verðlaunin.

Fundarstjóri: Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku

Þessi fjögur fyrirtæki eru tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna Samorku 2023:

ATMONIA 
GEROSION 
HÁAFELL 
SNERPA POWER 

Frekari upplýsingar um fyrirtækin er að finna á vef Samorku.