Fréttasafn



5. mar. 2020 Almennar fréttir Menntun

Nýtt átak sem kynnir tækifærin í starfs- og tækninámi

Fyrir mig er heiti á kynningarátaki sem allir starfs- og tæknimenntaskólar í samstarfi við Samtök iðnaðarins, Samband íslenskra sveitarfélaga og menntamálaráðuneytið standa að. Markmiðið með átakinu er að vekja athygli á starfs- og tækninámi og þeim tækifærum sem slíkt nám býður uppá. 

Markmiðið er að kynna starfs- og tækninám í framhaldsskólum og þá miklu möguleika sem slík menntun hefur upp á að bjóða. Sjö einstaklingar í mismunandi starfsgreinum eru andlit átaksins. Saga Sigurðardóttir sá um myndatöku og Allan Sigurðsson stýrði kvikmyndatöku. Myndirnar munu m.a. prýða strætisvagnaskýli og LED skjái víðs vegar um landið. Auk þess sem myndirnar og myndböndin eru birt á Facebook og Instagram.

Á myndinni hér fyrir ofan er Sóley Rut sem er menntaður húsasmiður og húsgagnasmiður.

Í síðustu viku var undirritað samkomulag um átakið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem fulltrúar þeirra sem standa að átakinu komu saman. 

Rettaleidin-02-1-Elenora Rós Georgsdóttir lærði bakaraiðn.

Rettaleidin-03-1-Kristófer Daði Kárason er Íslandsmeistari í pípulögnum.