Fréttasafn



26. sep. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Nýtt Hugverkaráð SI

Ársfundur Hugverkaráðs SI fór fram á Hótel Nordica í gær. Tryggvi Hjaltason var endurkjörinn formaður ráðsins og nýir fulltrúar voru skipaðir í ráðið. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fór yfir helstu áherslumál samtakanna og mikilvægi Hugverkaráðs SI fyrir starfsemina. Tryggvi Hjaltason, formaður Hugverkaráðs SI, fór yfir áfangasigra á starfsárinu sem er að líða og þær áskoranir sem framundan eru. Góðar umræður urðu á fundinum um helstu áherslumál. 

Á myndinni hér fyrir ofan eru, talið frá vinstri, Reynir Scheving hjá Zymetech, Jóhann Þór Jónsson hjá Advania, Tatjana Latinovic hjá Össuri, Kristinn Aspelund hjá Ankeri, Guðrún Edda Þórhannesdóttir hjá Tvíeyki, Tryggvi Hjaltason hjá CCP, Edda Björk Ragnarsdóttir hjá SI, Kristinn Þórðarsson hjá Truenorth og Sigríður Mogensen hjá SI. Aðrir í ráðinu sem eru ekki á myndinni eru Valgerður H. Skúladóttir hjá Sensa, Margrét Júlía Sigurðardóttir hjá Mussila, Hilmar Veigar Pétursson hjá CCP, Soffía Kristín Þórðardóttir hjá Origo og Guðmundur Óskarsson hjá My TweetAlerts. Í ráðinu eru einnig Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI.

Myndir: Haraldur Guðjónsson.

Eyjafréttir, 27. september 2019

_DSF0178

_DSF0172

_DSF0179

_DSF0180

_DSF0184

_DSF0186

_DSF0187

_DSF0188

_DSF0196

_D4M4074